hausbanner1

Vantar þig hljómsveit fyrir árshátíð, Þorrablót, brúðkaup eða annan viðburð?

Hljómsveitin SPAN er ballsveit sem leikur tökulög úr ýmsum áttum, bæði gömul og ný, sem henta vel til flutnings á hverskyns dansleikjum, á árshátíðum, í brúðkaupum, á þorrablótum og í einkasamkvæmum af öllum stærðum og gerðum.

Span leikur m.a. lög sem flutt hafa verið af hljómsveitum/tónlistarmönnum eins og Bítlunum, Abba, Kings Of Lion, Bruno Mars, Chic, Queen, Maroon 5, Justin Timberlake og auðvitað fullt af lögum eftir frábærar íslenskar hljómsveitir/tónlistarmenn. Hljómsveitin vinnur einnig að eigin lagasmíðum.

Span hefur yfir að ráða öflugu hljóðkerfi,ljósum og hljómsveitarbíl.

Hljómsveitina skipa:
Jón Gunnar Þórarinsson - söngur/gítar
Davíð Valdimarsson - gítar/bakraddir
Stefán Henrýsson - hljómborð/bakraddir
Marinó Önundarsson - bassi
Stefán Örn Sveinsson - Trommur

Við bjóðum einnig uppá undirleik í fordrykk, dinner og fjöldasöng.

Span má einnig finna á facebook og Instagram

Endilega bókaðu!

Netfangið er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og símanúmerið 865-7523 (Davíð).

Sjáðu okkur spila

 

Hlustaðu á okkur spila

 

Meðmæli

Við getum hiklaust mælt með Span en þeir spiluðu á frábærri árshátíð Þjóðskrá Íslands. Þeir voru með breitt lagaúrval, eitthvað fyrir alla. Flottir í tauinu og af þeim skein gleði við flutning sem hreif fólk með sér.

 - Stjórn starfsmannafélags Þjóðskrá Íslands

Mæli eindregið með þessum stuðboltum. Þeir spiluðu í brúðkaupi hjá dóttur minni og tengdasyni um daginn og voru allir mjög ánægðir.

- Kolbrún Guðmundsdóttir

Snillingarnir í SPAN trylltu lýđinn á frábærri árshátíđ Ladiescircle og Roundtable á Íslandi. Stuðið og stemmningin var ógleymanleg og við mælum 100% međ strákunum ef ykkur vantar hljómsveit.

Takk æðislega fyrir okkur,
- Rakel Hólm, Ladiescircle 3

Meðmæli

Fengum snillingana í hljómsveitinni Span til að spila fyrir dansi á þorrablóti hjá okkur, vissum ekkert hvernig hljómsveit þetta væri og vorum frekar stressuð yfir þessu. En þegar við hittum strákana fyrir ball þá var alveg augljóst að þetta var óþarfa stress í okkur. Ballið var hreint út sagt magnað, hef ekki farið á jafn skemmtilegt ball lengi. Dansgólfið var troðfullt allan tímann og þeir sáu sko til þess að það var mikið stuð.

Bestu þakkir fyrir okkur og frábært ball! Mæli hiklaust með þeim.

- Fyrir hönd þorrablótsnefndar Suðursveita og Mýra, Jóhanna