Vantar þig hljómsveit fyrir árshátíð, Þorrablót, brúðkaup eða annan viðburð?
Hljómsveitin SPAN er ballsveit sem leikur tökulög úr ýmsum áttum, bæði gömul og ný, sem henta vel til flutnings á hverskyns dansleikjum, á árshátíðum, í brúðkaupum, á þorrablótum og í einkasamkvæmum af öllum stærðum og gerðum.
Span leikur m.a. lög sem flutt hafa verið af hljómsveitum/tónlistarmönnum eins og Bítlunum, Abba, Kings Of Lion, Bruno Mars, Chic, Queen, Maroon 5, Justin Timberlake og auðvitað fullt af lögum eftir frábærar íslenskar hljómsveitir/tónlistarmenn. Hljómsveitin vinnur einnig að eigin lagasmíðum.
Span hefur yfir að ráða öflugu hljóðkerfi,ljósum og hljómsveitarbíl.
Hljómsveitina skipa:
Jón Gunnar Þórarinsson - söngur/gítar
Davíð Valdimarsson - gítar/bakraddir
Stefán Henrýsson - hljómborð/bakraddir
Marinó Önundarsson - bassi
Stefán Örn Sveinsson - Trommur
Við bjóðum einnig uppá undirleik í fordrykk, dinner og fjöldasöng.
Span má einnig finna á facebook og Instagram
Netfangið er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og símanúmerið 865-7523 (Davíð).